Prjónagleði á BlönduósiBlönduós í desember 2021. Ljósmynd: Helgi Sæmundur Guðmundsson

Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi 10. – 12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og
prjónasamkeppni af því tilefni.

Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn. Þema
keppninnar er huldufólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera
handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með
þegar verkinu er skilað inn í keppnina.

Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022, þar sem verðlaun verða
afhent. Styrktaraðilar keppninar eru Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg
verðlaun. Lambhúshetturnar sem taka þátt í keppninni verða til sýnis á meðan á hátíðinni stendur.

Sambíó

UMMÆLI