Ráðið í tvær stöður við HA

dr. Andrew Paul Hill

dr. Andrew Paul Hill

Háskólinn á Akureyri hefur gengið frá ráðningu í stöðu lektors í lögreglufræði. Sá heitir Dr. Andrew Paul Hill og hefur starfað sem lögreglumaður í 40 ár. Á seinni árum ferilsins kom hann að menntun og starfsþjálfun lögreglumanna. Andrew er með doktorspróf í félagsvísindum frá De Montfort háskóla í Leicester í Bretlandi og gengdi hann stöðu lektors þar frá 2006 og stýrði námsbraut í lögreglufræði. Andrew hefur fjórum sinnum hlotið viðurkenningu fyrir árangur í kennslu. Það er ljóst að Andrew er mikill fengur fyrir HA vegna þess að hann er  reynslumikill í faginu og kennsla lögreglufræðinnar er nýtilkomin í skólanum.

Nýr verkefnastjóri fasteigna hefur einnig verið ráðinn hjá HA og heitir hann Gunnar Rúnar Gunnarsson. Í starfi Gunnars felst meðal annars að sjá um rekstur fasteigna, yfirumsjón með ræstingum, almennt viðhaldi á húsum og búnaði og fleira.

UMMÆLI