Færeyjar 2024

Ráðning á nýjum þjálfara sýni að Þórsurum er alvara á ferð hvað varðar framtíð handboltans í þorpinu

Ráðning á nýjum þjálfara sýni að Þórsurum er alvara á ferð hvað varðar framtíð handboltans í þorpinu

Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur samið við þjálfarann Stevce Alusovski. Stevce er 49 gamall Makedóni, margreyndur atvinnumaður í handbolta og hefur meðal annars leikið með stórliðum á borð við Vardar og Metalurg Skopje. Frá þessu er greint á vef Þórsara.

Samningur Þórs við Alusovski hefur vakið mikla athygli í handboltaheiminum en Alusovski á að baki farsælan feril í handbolta. Alu­sovski þjálfaði síðast stórlið Var­d­ar frá Skopje, en liðið varð Evr­ópu­meist­ari 2017 og 2019. Und­ir stjórn Alu­sovski varð Var­d­ar deild­ar- og bikar­meist­ari í Norður-Makedón­íu á síðustu leiktíð en þrátt fyr­ir það var hann rekinn.

„Sem leikmaður hefur hann unnið 13 meistaratitla með félagsliði og 11 bikarmeistaratitla þannig að við erum að tala um mann sem veit hvað er að vinna og hvað þarf til. Árið 2004 var hann tilnefndur til handboltamanns ársins í Makedoníu. Stevce á að baki yfir 200 leiki og yfir 900 mörk með landsliði Makedóníu. Hann var í liði Madedóna árið 2009 þegar þeir enduðu í 11 sæti á HM sem og 2012 þegar þeir enduðu í 5 sæti á Evrópumótinu. Síðan 2017 hefur hann þjálfað í heimalandinu RK Pelister, RK Eurofarm Rabotnik og Vardar Skopje og kemur með deildar- og bikarmeistaratitla í farteskinu til okkar í þorpið. Við rennum auðvitað pínu blint í sjóinn en í undirbúningsvinnunni fengum við fagaðila að borðinu með okkur, Stevce er virtur í sínu heimalandi, sagður harður og mjög góður í handboltafræðunum,“ skrifar Árni Rúnar Jóhannesson fyrir hönd handknattleiksdeildar Þórs á thorsport.is.

Árni segir að ráðningin ætti að sýna það að Þórsurum er alvara á ferð hvað varðar framtíð handboltans í þorpinu varðar og að ráðningin marki nýtt upphaf.

„Það má segja að þeir aðilar sem settust að borðinu eftir síðustu leiktíð hafi einróma ákveðið að nú væri rétti tíminn til að núllstilla félagið og handknattleiksdeildina. Við erum með ráðningu Stevce einfaldlega að byrja uppá nýtt. Deildin var búin að ræða við nokkra aðila hér innanlands varðandi að taka að sér þjálfun meistaraflokks, en að lokum var þetta of spennandi kostur til að láta ekki slag standa Innan raða félagsins eru margir ungir og efnilegir leikmenn í bland við eldri leikmenn. Við hugsum þessa ráðningu þannig að þeir sem yngri eru fá tækifæri á að fá þjálfun frá algjörlega framúrskarandi þjálfara, manni með gríðarlega reynslu og þeir eldri og reyndari fá vonandi ákveðið „kick start.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó