NTC netdagar

Ræddu mannréttindi við bæjarstjóra Akureyrar

Ræddu mannréttindi við bæjarstjóra Akureyrar

Þeir Maciej Marek Mazut, Óðinn Andri Andersen, Örn Sigurvinsson og Eduard Lauur, litu við hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar í vikunni og ræddu við hana um börn og mannréttindi.

Strákarnir eru nemendur í Oddeyrarskóla á Akureyri þar sem þeir eru í 8.-10. bekk. Þeir eru um þessar mundir í þemavinnu í skólanum þar sem mannréttindi eru meðal annars til umfjöllun.

Á fundinum var farið yfir mikilvægi Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvers virði hann er fyrir börn um heim allan en því miður er sáttmálinn misjafnlega mikið virtur.

Strákarnir tóku með sér póstkort sem eru hluti af alþjóðlegri herferð Amnesty International, þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim að virða mannréttindi.

Sambíó

UMMÆLI