Múlaberg

Rafmagnslaust í Glerárhverfi

Rafmagnslaust í Glerárhverfi

Nú rétt í þessu varð fór rafmagnið af í Glerárhverfi. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers vegna rafmagnið fór af en verið er að skoða málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku.

Á vef Norðurorku segir að frekari upplýsingar verði aðgengilegar um málið þegar þær liggja fyrir.

Uppfært:

Grafið var í streng sem varð til þess að rafmagnið fór af töluverðu svæði í þorpinu. Viðgerð er hafin og vonast er til að rafmagnið komi aftur á eftir um það bil 30 mínútur.

Uppfært klukkan 11:14

Rafmagn er komið aftur á svæðið. Búið er að gera við strenginn og ætti því rafmagnið að vera komið á aftur. Á vef Norðurorku má kynna sér „góð ráð komi til þjónusturofs“ með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó