Ragnar ráðinn kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Ragnar ráðinn kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hefur verið ráðinn kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í  kosningabaráttunni í haust. Þetta kemur fram á Íslendingur.is, vef Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Ragnar er búsettur á Reyðarfirði ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Víkingsdóttur og þremur börnum; Bergþór Flóka, Steingrím Þorra og Sigríði Iðu. Hann er lögfræðingur að mennt og með MLM gráðu í forystu og stjórnun.

„Ragnar hefur verið virkur í starfi flokksins um langa tíð, fyrst í Hafnarfirði og á Akureyri sem formaður Stefnis og Varðar, f.u.s. Frá árinu 2014 hefur Ragnar verið í bæjarmálunum í Fjarðabyggð og er nú starfandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynningu á Íslendingur.is.

Ragnar skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningabaráttunni í haust. Hann hefur setið í stjórn kjördæmisráðs frá árinu 2011 og var formaður kjördæmisráðs 2011-2014.

UMMÆLI

Sambíó