Prenthaus

Ragnheiður Diljá er nýr aðaltengiliður HSN vegna farsældar barna

Ragnheiður Diljá er nýr aðaltengiliður HSN vegna farsældar barna

Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir ljósmóðir í ung- og smábarnavernd á Akureyri hefur tekið að sér að vera aðaltengiliður vegna farsældar barna á HSN. Hlutverk aðaltengiliðar er að fylgjast með og styðja við innleiðingu á öllum starfsstöðvum, vera leiðbeinandi fyrir aðra og samhæfa verklag.

Lög sem styðja við farsæld barna eiga að stuðla að því að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.  

Á meðgöngu og á ungbarnaskeiði er tengiliður barns starfsmaður heilsugæslu, t.d. ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd.

Á hverri meginstarfsstöð HSN eru eftirfarandi tengiliðir:

Akureyri

  • Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Húsavík

  • Guðný Steingrímsdóttir og Hulda Þórey Garðarsdóttir

Dalvík

  • Lilja Guðnadóttir

Fjallabyggð

  • Elín Arnardóttir og Guðrún Helga Kjartansdóttir

Sauðárkrókur

  • Elín Árdís Björnsdóttir og Heiða Björk Jóhannsdóttir

Blönduós

  • Ásdís Arinbjarnardóttir og Sigríður Stefánsdóttir tengiliðir.

Nánari upplýsingar um Farsæld barna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó