Rakel og Karen Ósk tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna 2022

Rakel og Karen Ósk tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna 2022

Norðlensku söngkonurnar Rakel Sigurðardóttir og Karen Ósk Ingadóttir eru á meðal þeirra sem tilnefnd eru til Hlustendaverðlaunanna árið 2022.

Sjá einnig: Rakel gefur út sína fyrstu plötu: „Virðist vera alveg fullt af fólki þarna úti sem hlustar á tónlistina mína“

Rakel er tilnefnd í þremur flokkum, sem besta söngkonan, nýliði ársins og þá er lag hennar Ég var að spá, sem hún gaf út ásamt JóaPé og CeaseTone tilnefnt sem lag ársins. Rakel sendi frá sér sína fyrstu plötu á árinu. Platan er fjögurra laga EP plata sem heitir Nothing ever changes og inniheldur lög á borð við  Keeping me awake og Our favorite line sem hafa verið vinsæl á íslenskum útvarpsstöðum í ár.

Karen Ósk er einnig tilnefnd í flokknum nýliði ársins. Karen gaf út lagið Haustið ásamt Friðriki Dór í október.

Sjá einnig: Karen Ósk gefur út lagið Haustið

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Hægt er að taka þátt í kosningunni á vef Vísis.is með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó