Rakel Sara í liði mótsins á EvrópumótinuFulltrúar KA/Þór á mótinu

Rakel Sara í liði mótsins á Evrópumótinu

Rakel Sara Elvarsdóttir var valin lið mótsins í B-deild Evrópumótsins í handbolta í Norður Makedóníu sem lauk í gær. Rakel Sara var ein af fjórum fulltrúm KA/Þór í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti á mótinu.

Þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir og Ólöf Maren Bjarnadóttir tóku einnig þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.

Íslenska liðið spilaði vel á mótinu og endaði í fimmta sæti eftir sigur í vítaspyrnukeppni í síðasta leik liðsins gegn heimastúlkum í Norður Makedóníu. Rakel Sara var markahæst í þeim leik með níu mörk og var að leik loknum valin í lið mótsins. Þetta er í annað skiptið sem Rakel Sara er valin í lið mótsins en hún var í sömu sporum með U17 ára landsliðinu fyrir tveimur árum.

„Við óskum stelpunum til hamingju með flott mót, með örlítilli heppni hefði liðið verið að keppa um verðlaun á mótinu en engu að síður frábær reynsla sem öðlast með þátttöku í móti sem þessu. Þá óskum við Rakel Söru innilega til hamingju með sætið í liði mótsins,“ segir í frétt á heimasíðu KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó