Rakel tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin

Rakel tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin

Tónlistarkonan Rakel Sigurðardóttir frá Akureyri hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Fimm eru tilnefnd í flokknum en ásamt Rakeli eru Árný Margrét, FLOTT, Sucks to be you Nigel og Supersport! tilnefnd.

Í tilnefningunni á vef RÚV segir um Rakeli:

Rakel Sigurðardóttir semur nútímalegt popp af stakri snilld og gefur síðan tónsmíðunum ekkert eftir með glæsilegum flutningi sínum. Í fyrra bar hæst lag hennar með JóaPé og CeaseTone, Ég var að spá, sem naut mikilla vinsælda. Hún gaf einnig út smáskífuna Nothing Ever Changes á síðasta ári og hefur vart setið kyrr síðan. Í ár hefur hún gefið út smáskífuna Something, sjö laga plötuna While We Wait og svo gaf hún út lag með sveitinni LÓN, Runaway, sem vakið hefur verðskuldaða athygli – og það er enn bara mars

Sambíó

UMMÆLI