Red Bull gefur út nýtt myndband sem sýnir bakvið tjöldin á lengsta skíðastökki heims í Hlíðarfjalli

Red Bull gefur út nýtt myndband sem sýnir bakvið tjöldin á lengsta skíðastökki heims í Hlíðarfjalli

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri þann 24. apríl síðastliðinn. Það er töluvert lengra en núgildandi heimsmet í skíðastökku. Stökkið var hluti af auglýsingaherferð Red Bull sem hefur nú gefið út myndband sem sýnir frá ferlinu í kringum stökkið. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Alþjóðlega skíða-, og snjó­bretta­sam­bandið tók stökkið ekki gilt sem opinbert heimsmet en þrátt fyrir það var stökkið það lengsta sem nokkur skíðastökkvari hefur stokkið.

Kobayashi ætlaði sér upp­haf­lega að ná að stökkva 300 metra en lét 291 metra nægja eftir nokkur stökk. Stökkpall­ur­inn var unn­inn af verk­fræðistof­unni Cowi á Ak­ur­eyri í sam­starfi við orku­drykkja­fram­leiðand­ann Red Bull.

Sambíó

UMMÆLI