Regus opnar á fimm stöðum á Íslandi

Tómas Hilmar Ragnaz. Orange skrifstofulausnir

Orange Proj­ect teyg­ir nú þjón­ustu sína út um all­an heim með samn­ingi við alþjóðlega fyr­ir­tækið Reg­us um upp­bygg­ingu skrif­stofu­hót­ela á Íslandi, Fær­eyj­um og Græn­landi und­ir merkj­um Reg­us.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Ísland verður þar með hluti að neti Reg­us sem teyg­ir sig út um all­an heim með yfir 3000 starfs­stöðvum í 900 borg­um, 120 lönd­um og setu­stof­um á 800 flug­völl­um auk þess sem viðskipta­vin­ir Reg­us hafa aðgang að 18 millj­ón­um heitra WiFi-reita um víða ver­öld, meðal ann­ars á hót­el­um og flug­völl­um.

„Reg­us er með þrjár millj­ón­ir viðskipta­vina og nú opn­ast þeim aðgang­ur að skrif­stofu­hús­næði á Íslandi og ís­lensk­ir viðskipta­vin­ir Reg­us fá að sama skapi greiðan aðgang að aðstöðu Reg­us út um all­an heim,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur fram að Orange Proj­ect hef­ur í á þriðja ár rekið skrif­stofu­hót­el á Íslandi og boðið upp á skrif­stof­ur, fund­ar­sali og hóp­vinnu­rými í ýms­um stærðum

Viðskipta­vin­um Reg­us og Orange býðst áskrift að þjón­ustu Reg­us og með því að greiða fast mánaðar­gjald hafa þeir aðgang að allri þjón­ustu Reg­us hvar sem er í heim­in­um.

„Það er okk­ur mikið fagnaðarefni að vera orðin hluti af alþjóðlegu neti Reg­us,“ seg­ir Tóm­as Hilm­ar Ragn­arz, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Orange Proj­ect í til­kynn­ing­unni. „Fyrst og fremst mun þetta gera okk­ur kleyft að bæta og treysta þjón­ust­una við viðskipta­vini okk­ar enn frek­ar auk þess sem er­lend­um fyr­ir­tækj­um opn­ast greiðari aðgang­ur að ís­lensku viðskipta­lífi og sveigj­an­leg­um skrif­stof­um hérna.“

Með samn­ingn­um við Reg­us hef­ur Orange Projcet einnig tryggt sér rétt­inn til þess að opna skrif­stofu­hót­el und­ir merkj­um Reg­us í Fær­eyj­um og Græn­landi. „Við sjá­um fyr­ir okk­ur að Ísland verði með þessu tengipunkt­ur Am­er­íku og annarra Evr­ópu­landa við norður­heim­skauts­slóðirn­ar og heim­inn hand­an þeirra.“

Reg­us er með um þrjár millj­ón­ir viðskipta­vina út um all­an heim, þar á meðal stór­fyr­ir­tæki eins og Google og Apple og Tóm­as seg­ist sjá fyr­ir sér að það geti auðgað ís­lenskt at­vinnu- og viðskipta­líf að landið sé komið á heimskortið hjá Reg­us.

„Á Íslandi er mik­ill fjöldi af há­menntuðu og sér­hæfðu fólki og við sjá­um fyr­ir okk­ur að er­lend fyr­ir­tæki, sem vilji tengj­ast Íslandi og hag­nýta sér legu lands­ins, geti opnað hér úti­bú og nýtt sér um leið mannauðinn sem er hér fyr­ir,“ seg­ir Tóm­as í til­kynn­ing­unni.

 

Sambíó

UMMÆLI