Prenthaus

Reykjafell gefur VMA úttektarmæli

Verkmenntaskólinn á AkureyriFyrirtækið Reykjafell gaf rafiðnadeild VMA úttektarmæli af gerðinni KEW 6016 frá Kyoritsu fyrir jól. Úttektarmælirinn mun nýtast deildinni afar vel til kennslu.

Óskar Ingi Sigurðsson, deildarstjóri rafiðngreina í VMA, segir að úttektarmælirinn komi að góðum notum við lokaúttektir á raflögnum í samtali við heimasíðu skólans.

„Við eigum eitt sambærilegt tæki af annarri tegund. Þessi góða gjöf nýtist okkur mjög vel. Ég er fullur þakklætis og vil senda Reykjafelli góðar kveðjur frá skólanum fyrir þessa mjög svo praktísku og góðu gjöf. Það er virkilega ánægjulegt að Reykjafell sýni starfi okkar hér og rafiðndeildum í öðrum skólum áhuga og stuðning með þessum hætti,“ segir Óskar Ingi.

Starfsemi Reykjafells er víðtæk en þó fyrst og fremst innflutningur og heildsala á rafbúnaði á fyrirtækjamarkaði.

Úttektarmælirinn sem Reykjafell færði VMA að gjöf

Sambíó

UMMÆLI