Í reykköfunargöllum í hot yoga – myndband

Í reykköfunargöllum í hot yoga – myndband


Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Akureyrar skelltu sér í hot yoga í dag í reykköfunargöllum með allan tilheyrandi búnað á sér. Þeir sem hafa prófað hot yoga að vita af eigin raun að það getur orðið mjög heitt þegar yoga er stundað í heitum sal og því hægt að ímynda sér að slökkviliðsmönnunum hafi orðið frekar heitt í dag.

Uppátækið er hluti af verkefninu „Gengið af göflunum“ þar sem slökkviliðsmenn Slökkviliðssins á Akureyri ætla að ganga í Eyjafjarðarhringinn í reykköfunargöllum, um 40 km leið, til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessu stefna þeir að því að safna nógu mörgum áheitum svo hægt verði að kaupa nýja ferðafóstru; neyðarflutningsbúnað fyrir veika nýbura og fyrirbura.


UMMÆLI