Fréttavakt: Reynir við heimsmet í skíðastökki í Hlíðarfjalli

Fréttavakt: Reynir við heimsmet í skíðastökki í Hlíðarfjalli

Japanskur skíðastökkvari mun reyna að slá heimsmet í skíðastökki í Hlíðarfjalli á Akureyri þennan morguninn. Viðburðurinn er á vegum orkudrykkjarisans Red Bull.

Uppfært: Heimsmetið féll í Hlíðarfjalli

Uppfært: Stökk Kobayashi gildir ekki sem heimsmet

Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. 

Skíðastökkvarinn prófaði pallinn í morgun og stökk þá 175 metra og mun fara aftur á pallinn eftir nokkar mínútur. Kaffið.is mun fylgjast með í dag.

Uppfært klukkan 12:00 – Svo virðist sem heimsmetið sé ekki komið í hús en sá japanski hefur stokkið aftur. Samkvæmt heimildum Kaffisins leit annað stökkið út fyrir að vera afar nálægt 300 metra línunni. Líklegt þykir að stökkvarinn verði að mestallann daginn, enda hefur hann lengi beðið eftir hinu fullkomna veðri sem hann hefur í dag.

Uppfært klukkan 12:13 – Hér að neðan má sjá myndband af einni tilrauninni sem Kaffið fékk aðsent.


UMMÆLI