Rífandi stemning í Íþróttahöllinni þegar Þórskonur unnu fyrsta leik tímabilsins

Rífandi stemning í Íþróttahöllinni þegar Þórskonur unnu fyrsta leik tímabilsins

Það var góð stemning í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær þegar að Þórskonur spiluðu sinn fyrsta leik í 45 ár í efstu deild Íslands í körfubolta. Þór tók á móti Stjörnunni í fyrstu umferð vetrarins í Subway-deild kvenna í körfubolta og niðurstaðan varð níu stiga sigur Þórs.

Leiknum lauk með 67-58 sigri Þórskvenna sem sækja sín fyrstu stig í Subway-deildinni. Atkvæðamestar í Þórsliðinu voru Hrefna Ottósdóttir, Lore Devos og Maddie Sutton. Hrefna var stigahæst með 17 stig, Lore skoraði 16 og tók tíu fráköst, Maddie skoraði 13 og var öflug í fráköstunum eins og alltaf, tók alls 21 frákast, þar af 19 í vörninni. Hún var framlagshæst í liðinu með 29 punkta, en Hrefna og Lore jafnar með 15.

„Frumraun Þórsara og fyrsti leikur liðsins í efstu deild kvenna í 45 ár lofar góðu. Áhugaverðir leikmenn hafa bæst í hópinn, breiddin orðin meiri en í fyrra og liðið á klárlega eftir að sýna góða takta og betri leiki þegar það slípast betur saman með tímanum. Liðið nær alltaf að skemmta áhorfendum og hækka púlsinn í stúkunni,“ segir í umfjöllun á vef Þórsara þar sem fjallað er ítarlega um leikinn.

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fjölni í Reykjavík 2. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó