Rifust aðeins einu sinni á 48 árum

Mynd: framsyn.is

Mynd: framsyn.is

Eins og við greindum frá á Kaffinu í gær hafa þeir félagar Ragnar Sverrisson og Sigþór Bjarnason hætt störfum hjá herrafataversluninni JMJ á Akureyri. Þeir stóðu vaktina saman í næstum hálfa öld en hafa nú ákveðið að setjast í helgan stein.

Þeir félagar voru viðmælendur í þættinum „Að norðan“ í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni N4. Þar fóru þeir yfir 48 ára ferilinn. Þar kom meðal annars fram að á þessum 48 árum rifust þeir aðeins einu sinni og segja þeir að það hafi ekki verið stórt tilefni.

Viðtalið við þessa ágætu herramenn má sjá á heimasíðu N4 hér.


UMMÆLI