beint flug til Færeyja

Rithöfundarsamband Íslands og Menningarfélag Akureyrar endurnýja samning

Rithöfundarsamband Íslands og Menningarfélag Akureyrar endurnýjuðu í dag samning félaganna um höfundagreiðslur.

Nýr samningur felur í sér hækkanir, til félagsmanna rithöfundasambandsins, á greiðslum til höfunda og þýðenda leikverka í uppfærslu Menningarfélags Akureyrar.

Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna í Menningarhúsinu Hofi.

UMMÆLI

Sambíó