Röð fyrir utan Krónuna á Akureyri í morgun

Röð fyrir utan Krónuna á Akureyri í morgun

Biðröð myndaðist fyrir utan Krónuna á Akureyri í morgun áður en verslunin opnaði klukkan 9.00. Ástæðan var sú að íþróttadrykkurinn PRIME var kominn aftur í sölu í versluninni.

„Viðtökur voru vægast sagt ótrúlegar síðast, svo ótrúlegar að við viljum hvetja foreldra að ræða við börnin sín um að ekki skrópa í skóla,“ segir í tilkynningu Krónunnar frá því í gær.

Bjarki Kristjánsson, verslunarstjóri Krónunnar á Akureyri, segir í samtali við Kaffið að drykkurinn hafi selst upp í versluninni á rúmum klukkutíma í morgun.

Íþróttadrykkurinn er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks.

Sambíó

UMMÆLI