Rögnvaldur Már Helgason ráðinn verkefnisstjóri Kjarnaveita

Rögnvaldur Már Helgason. Mynd/northiceland.is

Í vetur var auglýst staða verkefnisstjóra fyrir Kjarnaveitur og útgáfu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum fyrir ferðamenn. Í starfið var ráðinn Rögnvaldur Már Helgason, fjölmiðlafræðingur og hóf hann störf um miðjan maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Rögnvaldur er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann starfaði sem fréttamaður hjá RÚV á Norðurlandi frá árinu 2014, þar sem hann sinnti fréttavinnslu fyrir sjónvarp, útvarp og vef.  Þar áður var hann blaðamaður hjá DV og hafði meðal annars umsjón með útgáfu tekjublaðs DV sumarið 2014. Rögnvaldur hefur einnig verið blaðamaður hjá Skessuhorni á Vesturlandi og sinnt skrifum um sjávarútveg og útivist fyrir útgáfu almannatengslafyrirtækisins Athygli. Þá hefur hann unnið við frétta- og íþróttaljósmyndun. Áður starfaði Rögnvaldur sem sölumaður hjá Adidas á Íslandi og gjaldkeri hjá Íslandsbanka.

UMMÆLI

Sambíó