Prenthaus

Rosaleg dagskrá á AK Extreme í ár – Gámastökkið á nýjum stað

Rosaleg dagskrá á AK Extreme í ár – Gámastökkið á nýjum stað

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri fyrstu helgina í apríl. Það verður rosaleg dagskrá á hátíðinni eftir árshlé.

Hátíðin verður haldin dagana 2.– 5. apríl á Akureyri. Opnunarpartý AK Extreme verður haldið á Akureyri backpackers 2. apríl og byrjar fjörið kl: 20:30. Frítt verður inn á viðburðinn en listamenn á borð við KARÍTAS, Ká-AKÁ og Big Baby koma fram ásamt fleirum.

Hápunktur AK Extreme verður gámastökkið á laugardagskvöldið 4. apríl en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn. Stökkið hefur í áraraðir verið í Gilinu á Akureyri en nú er kominn tími til að hrista upp í hlutunum og færa það. Nánari upplýsingar um hvar stökkið verður verða gefnar þegar nær dregur hátíðinni.

 „Við erum nú þegar búnir að tryggja okkur nýja og betri staðsetningu sem gefur okkur tækifæri á að stækka bigjumpið. Nýja svæðið býður upp á mjög mikla möguleika s.s. betra aðgengi, minna rask á umferð, stærri pall og meira augnakonfekt fyrir áhorfendur,“ sagði Emmsjé Gauti, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við Kaffið á síðasta ári.

Þá verður boðið upp á öfluga tónlistardagskrá í Sjallanum á meðan hátíðinni stendur en föstudaginn 3. og laugardaginn 4. apríl koma þar fram listamennirnir Aron Can, Auður, Ká-Aká, Karítas, Friðrik Dór, Kef-LAVÍK, Yung Nigo Drippin, Daniil, 24/7 og fleiri.

Átján ára aldurstakmark er í Sjallann en miðasala fer fram á tix.is. Til að kaupa miða er hægt að smella hér.

UMMÆLI