Röskun heldur tvenna tónleika í Hofi

Mynd: Helgi Steinar

Þungavigtarokksveitin Röskun frá Akureyri heldur tvenna tónleika í Hamraborg í Hofi á Akureyri laugardaginn 24. febrúar næstkomandi.

Annars vegar er um að ræða stærstu tónleika hljómsveitarinnar til þessa þar sem öllu verður til tjaldað. Hljómsveitin LITH frá Reykjavík mun einnig koma fram og taka vel valin lög af nýlegri plötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Sérstakir barnatónleikar fyrir 16 ára og yngri verða fyrr um daginn klukkan 15:00 þar sem báðar hljómsveitirnar taka nokkur lög. Barnatónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og þar er frítt inn.

Röskun er þekkt fyrir kraftmikla tóna, metnaðarfullar lagasmíðar, sönglínur og íslenska textagerð. Sveitin gaf út plötuna „Á brúninni“ í byrjun árs 2017.

Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhúsins styrkir tónleikana.

 

UMMÆLI