Rub 23 á norrænum topplista

Veitingastaðurinn Rub 23 á Akureyri er einn af 16 íslenskum veitingastöðum sem birtast á lista White Guide Nordic árið 2017. Alls 341 veitingastaður er á listanum, sem er einskonar leiðarvísir um bestu veitingastaði Norðurlandanna. Listinn er byggður á dómum matargagnrýnenda en White Guide Nordic hefur um 80 slíka á sínum snærum.

Íslensku veitingastaðirnir á listanum eru flestir staðsettir í Reykjavík eða; Dill, Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Gallery Restaurant Hotel Holt, Geiri Smart, Grillið, Grillmarkaðurinn, Kol, MAT BAR, Matur og drykkur og Vox (Hilton Hotel).

Staðir utan höfuðborgarsvæðisins sem komust á listann eru Lava restaurant í Grindavík, Norð Austur – Sushi & Bar á Seyðisfirði, Slippurinn í Vestmannaeyjum, Tryggvaskáli á Selfossi ásamt áðurnefndum Rub 23 á Akureyri.

White Guide Nordic tekur fyrir veitingastaði í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Svalbarða. Nýjasta útgáfan kemur út þann 26. júní næstkomandi.

Rub 23 er á lista

 

Sambíó

UMMÆLI