Rúða á Götubarnum brotnaði í slagsmálum – Sex í varðhaldiByrgt fyrir brotna gluggann á Götubarnum í kvöld

Rúða á Götubarnum brotnaði í slagsmálum – Sex í varðhaldi

Sex einstaklingar eru í varðhaldi eftir slagsmál sem brutust út í miðbæ Akureyrar í kvöld. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Sjónvarvottur segir að hinn slasaði hafi lent á rúðu á Götubarnum með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Mikið blóð var á staðnum og sjónvarvottar lýsa ástandinu sem ískyggilegu.

Málið er til rann­sókn­ar hjá lögreglunni og frekari upplýsingar fást ekki í bili.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó