Ruddi Öxnadalsheiðina svo starfsmenn og vinir kæmust í flug

Ruddi Öxnadalsheiðina svo starfsmenn og vinir kæmust í flug

Akureyringurinn Finnur Aðalbjörnsson ruddi Öxnadalsheiðina einn síns liðs á miðvikudaginn. Finnur er eigandi fyrirtækjanna Finn­ur ehf. og Mot­ul á Ak­ur­eyri en starfsmenn fyrirtækjanna voru á leið í vinnuferðir.

Ófært var yfir Öxnadalsheiðina á miðvikudaginn sökum óveðurs en Finnur fékk leyfi frá Vegagerðinni til þess að ryðja. Yfir 20 bílar nýttu sér að lokum leiðina sem Finnur ruddi en þar á meðal voru til dæmis félagar hans á leiðinni á EM í handbolta.

Vegagerðin heimilar alla jafna ekki að einstaklingar fái að ryðja lokaða fjallvegi á eigin vegum en gerð var undantekning á því á miðvikudag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó