Færeyjar 2024

Rúmlega 12 milljónir veittar í styrki í Hrísey og Grímsey

Hrísey

Í maí var auglýst eftir styrkumsóknum fyrir byggðaþróunarverkefnin „Hrísey, perla Eyjafjarðar“ og „Glæðum Grímsey“.

Tíu umsóknir bártust um styrki í Hrísey þar sem fimm milljónir króna voru til úthlutunar. Í Grímsey voru 10 milljónir í boði til úthlutunar og sóttu 5 verkefni um. Öll 5 verkefnin sem sóttu um í Grímsey var ákveðið að styrkja. Átta af þeim sem sóttu um styrk í Hrísey fengu styrk, einu var hafnað og einu var frestað til næsta fundar verkefnisstjórnar.

Eftirfarandi verkefni fengu styrk að þessu sinni í Hrísey:

 • Markaðssetning á Hrísey sem vetraráfangastað. Umsækjandi: Ferðamálafélag Hríseyjar. Kr. 350.000.
 • Hljóðfærasafn í Sæborg. Umsækjandi: Leikklúbburinn Krafla. Kr. 220.000.
 • Víkingasalt á Kríunesi. Umsækjandi: Íslenska saltbrennslan ehf. Kr. 1.500.000.
 • Aukin framleiðslugeta og jafnari gæði. Umsækjandi: Hrísiðn. Kr. 1.200.000.
 • Markaðsrannsókn og markaðsherferð. Umsækjandi: Hríseyjarbúðin ehf. Kr. 1.000.000.
 • Berjarækt í Hrísey. Umsækjandi: Jónína S. Þorbjarnardóttir. Kr. 200.000.
 • Til fyrra horfs. Umsækjandi: Kraka ehf. Kr. 300.000.
 • Landnámsegg. Umsækjandi: Landnámsegg ehf. Kr. 1.000.000.

Eftirfarandi verkefni fengu styrk í Grímsey:

 • Sveinsstaðir Guesthouse. Umsækjandi: Arctic Trip ehf. Kr. 1.900.000.
 • Brú yfir í Borgina. Umsækjandi: Rannveig Vilhjálmsdóttir. Kr. 1.150.000.
 • Frisbígolfvöllur í Grímsey. Umsækjandi: Kiwanisklúbburinn Grímur. Kr. 1.800.000.
 • Vefsíða fyrir gistiheimilið Bása. Umsækjandi: Gistiheimilið Básar. Kr. 700.000.
 • Vistvæn orkuvinnsla í Grímsey. Umsækjnadi: JT Consulting ehf. Kr. 1.500.000.

Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af styrkfé ársins á báðum stöðum verði auglýst til úthlutunar seinna á árinu.

UMMÆLI