Undanfarna daga hefur fjöldi fólks verið settur í sóttkví eftir að smitum á Akureyri hefur fjölgað. Smit hafa verið að koma upp hjá börnum í grunnskólum bæjarins í vikunni og síðustu tvo daga hafa rúmlega 300 manns verið sett í sóttkví vegna þess.
Í gær var tekinn fjöldi sýna á Akureyri og að minnsta kosti 20 einstaklingar greindust smitaðir af Covid samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Af þeim eru 14 á grunnskólaaldri.
Aðgerðarstjórn LSNE hefur hvatt alla sem eru í forsvari fyrir einhverskonar félagasamtök og íþróttafélög að íhuga það að slá viðburðum og æfingum á frest.
Einn einstaklingur liggur nú inni á Covid-19 deild Sjúkrahússins á Akureyri. Enginn er á gjörgæslu í augnablikinu og enginn hefur verið þar síðan að ný bylgja veirunnar hófst í lok júlí á þessu ári.
UMMÆLI