Rúnar Eff með lag í undankeppni Eurovision

Rúnar Eff Rúnarsson

Rúnar Eff Rúnarsson

Komið er á hreint hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2017, þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið. Framlag Akureyringa til undankeppninnar í ár kemur frá söngvaranum Rúnari Eff en hann samdi bæði lag og texta ásamt því að flytja lagið sjálfur.

Það verða tvö undanúrslitakvöld, það fyrra 25.febrúar og seinna 4.mars. Lögin verða flutt á íslensku í undanúrslitunum en 6 lög keppa hvort kvöld. Úrslitakvöldið verður svo haldið í Laugardalshöll þann 11.mars og verða allar þrjár keppnirnar sýndar í beinni útsendingu á RÚV.

Hér að neðan má sjá öll lögin sem taka þátt. Hægt er að hlusta á öll lögin, bæði á íslensku og ensku á www.ruv.is/songvakeppnin.

Lag:  Ástfangin / Obvious Love
Höfundur lags:  Linda Hartmanns
Höfundur íslensks texta:  Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir
Höfundur ensks texta:  Linda Hartmanns
Flytjandi:  Linda Hartmanns

Lag:  Bammbaramm
Höfundur lags:  Hildur Kristín Stefánsdóttir
Höfundur íslensks texta:  Hildur Kristín Stefánsdóttir
Höfundur ensks texta:  Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi:  Hildur

Lag:  Ég veit það / Paper
Höfundar lags:  Einar Egilsson, Svala Björgvinsdóttir, Lester Mendez og Lily Elise
Höfundur íslensks texta:  Stefán Hilmarsson
Höfundar ensks texta:  Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi:  Svala Björgvinsdóttir

Lag:  Heim til þín / Get Back Home
Höfundur lags:  Júlí Heiðar Halldórsson
Höfundar íslensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Höfundar ensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir

Lag:  Hvað með það? / Is This Love?
Höfundur lags:  Daði Freyr Pétursson
Höfundur íslensks texta:  Daði Freyr Pétursson
Höfundur ensks texta:  Daði Freyr Pétursson
Flytjandi:  Daði Freyr Pétursson

Lag:  Mér við hlið / Make your way back home
Höfundur lags:  Rúnar Eff
Höfundur íslensks texta:  Rúnar Eff
Höfundur ensks texta:  Rúnar Eff
Flytjandi:  Rúnar Eff

Lag:   Nótt / Tonight
Höfundur lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur íslensks texta:  Ágúst Ibsen
Höfundur ensks texta:  Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi:  Aron Hannes

Lag:  Skuggamynd / I’ll be gone
Höfundur lags:  Erna Mist Pétursdóttir
Höfundur íslensks texta:  Guðbjörg Magnúsdóttir
Höfundur ensks texta:  Erna Mist Pétursdóttir
Flytjandi:  Erna Mist Pétursdóttir

Lag:  Til mín / Again
Höfundur lags:  Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Höfundur íslensks texta:  Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Höfundur ensks texta:  Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur:  Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

Lag:  Treystu á mig / Trust in me
Höfundur lags:  Iðunn Ásgeirsdóttir
Höfundur íslensks texta:  Ragnheiður Bjarnadóttir
Höfundur ensks texta:  Iðunn Ásgeirsdóttir
Flytjandi:  Sólveig Ásgeirsdóttir

Lag:  Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised
Höfundar lags:  Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Höfundar íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Höfundar ensks texta:  Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi:  Aron Brink

Lag:  Þú og ég / You and I
Höfundur lags:  Mark Brink
Höfundur íslensks texta:  Mark Brink
Höfundar ensks texta:  Mark Brink og Þórunn Erna Clausen
Flytjendur:  Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen


UMMÆLI