Rúnar kveður Aue sem goðsögn

Rúnar kveður Aue sem goðsögn

Handboltaþjálfarinn og Akureyringurinn Rúnar Sigtryggsson stýrir sínum síðasta leik sem þjálfari þýska liðsins EHV Aue næsta laugardag þegar Aue leikur gegn Fürstenfeldbruck. Síðasti heimaleikur Rúnars með Aue var síðasta sunnudag í sigri gegn Lübeck-Schwartau. Rúnar var kvaddur eftir síðasta heimaleikinn í gegnum Facebook síðu liðsins.

Þar er Rúnari þakkað fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið og hann sagður vera goðsögn hjá liðinu. Rúnar þjálfaði Aue frá árinu 2012 til ársins 2016. Í byrjun desember á síðasta ári tók Rúnar aftur við liðinu þegar þjálfarinn Stephen Swat veiktist alvarlega af kórónuveirunni.

Hér má sjá Facebook kveðju Aue.

UMMÆLI

Sambíó