Prenthaus

„Á Rúnari mikið að þakka frá því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref“

„Á Rúnari mikið að þakka frá því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref“

Eins og við greindum frá fyrr í dag hefur handboltakappinn geðþekki, Oddur Gretarsson skrifað undir tveggja ára samning við þýska 1.deilarliðið Balingen.

Oddur kemur til með að leika með liðinu frá og með næsta tímabili en Kaffið.is heyrði í kappanum eftir að samningrinn var í höfn.

„Balingen höfðu fyrst samband fljótlega eftir áramót. Eftir nokkur samtöl við þá og mikla umhugsun hjá mér og kærustu minni þá slógum við til og erum bæði mjög spennt fyrir nýju umhverfi og áskorunum.“

Fleiri lið höfðu áhuga á því að krækja í Odd en hann ákvað að lokum að semja við sinn gamla félaga Rúnar Sigtrygsson sem þjálfar lið Balingen.

„Það var annað lið í sömu deild sem hafði samband og áhuga en á endanum varð Balingen fyrir valinu og er mjög sáttur með þá ákvörðun. Það er gott að vita í hvað ég er að fara, þekki Rúnar vel og á honum mikið að þakka frá því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í meistaraflokki.“

„Það segir sig sjálft að Balingen er stærra félag en Emsdetten og þetta er skref upp á við fyrir mig. Það er þó held eg margt líkt með félögum, þau koma t.d. bæði frá litlum bæjum og eru stolt sinna bæja. Sem gerir það oft að verkum að það myndast svona fjölskyldustemning í kringum félagið,“ segir Oddur að lokum.

UMMÆLI

Sambíó