beint flug til Færeyja

SA ekki í vandræðum með Esjuna

Sigurður Sigurðsson (lengst til vinstri) skoraði þrennu. Mynd: sasport.is

Sigurður Sigurðsson (lengst til vinstri) skoraði þrennu. Mynd: sasport.is

Skautafélag Akureyrar átti ekki í miklum vandræðum með Esjuna þegar Esjumenn komu í heimsókn í Skautahöll Akureyrar í kvöld. Lokatölur 7-2 fyrir SA.

Hafþór Andri Sigrúnarson gaf tóninn strax á tíundu mínútu með laglegu marki. Patrick Podsednicek jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar og leit út fyrir að hörkuleikur væri í vændum. Sigurður Sigurðsson náði aftur forystunni fyrir heimamenn á lokamínútu fyrsta leikhluta.

SA mætti miklu ákveðnara til leiks í öðrum leikhluta og mörk frá Andra Mikaelssyni, Sigurði Sigurðssyni og Ingvari Þór Jónssyni komu liðinu í 5-1 áður en Snorri Sigurbjörnsson klóraði í bakkann fyrir gestina í lok leikhlutans.

Heimamenn áttu svo meira eftir á tanknum í þriðja og síðasta leikhlutanum þar sem Hafþór Andri og Sigurður sáu um að gulltryggja öruggan fimm marka sigur.

Markaskorarar SA: Sigurður Sigurðsson 3, Hafþór Andri Sigrúnarson 2, Ingvar Þór Jónsson 1, Andri Mikaelsson 1.

Markaskorarar Esju: Patrick Podsednicek 1, Snorri Sigurbergsson 1.

Sambíó

UMMÆLI