NTC netdagar

SA skíttapaði fyrir toppliðinu

Skautafélag Akureyrar í vandræðum.

Karlalið Skautafélags Akureyrar er í vandræðum í Hertz-deildinni í íshokkí eftir að liðið steinlá fyrir nýkrýndum deildarmeisturum Esju í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.

Leikurinn gífurlega mikilvægur fyrir SA sem er að berjast við Björninn um annað sæti deildarinnar og þar með úrslitaeinvígi gegn Esju um Íslandsmeistaratitil.

Leikurinn var markalaus eftir fyrsta leikhluta en þá tóku gestirnir öll völd á svellinu. Staðan að loknum öðrum leikhluta 0-3 fyrir Esju. Í þriðja og síðasta leikhlutanum héldu gestirnir áfram að valta yfir SA. Lokatölur 0-8.

Á sama tíma vann Björninn 9-1 sigur á SR og hirti þar með annað sætið af SA. Að auki eiga Bjarnarmenn einn leik til góða á SA en liðin eiga eftir að mætast innbyrðis tvívegis það sem eftir lifir móts, í bæði skiptin á Akureyri.

Markaskorarar Esju: Björn Sigurðarson 3, Ólafur Björnsson 3, Konstantin Sharapov 1, Egill Þormóðsson 1.

Sambíó

UMMÆLI