NTC netdagar

SA tapaði seinni leik helgarinnar

Einn sigur og eitt tap um helgina. Mynd: sasport.is

Einn sigur og eitt tap um helgina. Mynd: sasport.is

Karlalið Skautafélags Akureyrar tapaði fyrir Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi en þetta var annar leikur SA á jafnmörgum dögum.

SA vann Björninn á laugardag. Nánar má lesa um það hér.

Akureyrarliðið virtist hinsvegar ekki mæta tilbúið til leiks í gærkvöldi því heimamenn voru komnir í 3-0 eftir tíu mínútna leik og lögðu þar með grunninn að sigrinum.

Lokatölur urðu 9-4 fyrir SR en rétt rúmur mánuður er síðan þessi lið mættust á sama stað og unnu Akureyringar þá 0-10 sigur.

Markaskorarar SA*: Sigurður Sigurðsson 2, Andri Mikaelsson 1.

Markaskorarar SR*: Robbie Sigurðsson 4, Jan Kolibar 1, Kári Guðlaugsson 1, Oldrich Herman 1.

*Upplýsingar um markaskorun í þriðja leikhluta bárust ekki.

UMMÆLI

Sambíó