SA tapaði í vítakeppni og titillinn til Esju

SA tapaði úrslitaeinvíginu 3-0

Esja er Íslandsmeistari í íshokkí eftir sigur í vítakeppni á móti SA í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Esja vinnur þar með einvígið 3-0 og vinnur Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og því þurfti að framlengja, alveg eins og í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og var því gripið til vítakeppni.

Jóhann Már Leifsson var sá eini sem skoraði fyrir SA þar en Egill Þormóðsson og Björn Sigurðsson skoruðu fyrir Esju.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó