SA Víkingar steinlágu fyrir Birninum

Mynd tekin af www.sasport.is

Slæm byrjun Íslandsmeistara SA heldur áfram. Mynd tekin af www.sasport.is

Leikið var í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Í Skautahöllinni á Akureyri fengu SA Víkingar heimsókn frá Birninum.

Strákarnir hafa farið illa af stað í Íslandsmótinu og slæmt gengi þeirra heldur áfram því Björninn vann öruggan sex marka sigur.

Jussi Sipponen kom SA reyndar yfir snemma leiks en í kjölfarið stigu gestirnir á bensíngjöfina og unnu að lokum 8-2 sigur.

Markaskorarar SA Víkinga: Jussi Sipponen 1, Björn Jakobsson 1.

Markaskorarar Bjarnarins:
Brynjar Bergmann 2, Ingþór Árnason 1, Elvar Ólafsson 1, Eric Anderberg 1, Jón Árnason 1, Kristján Kristinsson 1, Edmunds Induss 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó