SA Víkingar töpuðu í vítakeppni

Mynd tekin af www.sasport.is

 

SA Víkingar fengu Esju í heimsókn í Skautahöll Akureyrar í gær í Hertz-deild karla.

Akureyringar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina illa þó liðið hafi reyndar unnið risasigur í síðustu umferð.

Leikur Víkinga og Esju var jafn og spennandi allan tímann. Raunar svo jafn að vítakeppni þurfti til að útkljá leikinn. Þar reyndust gestirnir öflugri því þeir nýttu tvö af fjórum vítum en SA Víkingar aðeins eitt.

Markaskorarar SA Víkinga: Mikko Salonen 1, Jóhann Már Leifsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Jussi Sipponen 1.

Markaskorarar Esju: Matthías Sigurðsson 1, Björn Sigurðarson 1, Andri Sverrisson 1, Róbert Pálsson 1.

Sambíó

UMMÆLI