NTC netdagar

SA-Ynjur eru Íslandsmeistarar 2017

Ynjur eru Íslandsmeistarar í íshokkí Mynd: sasport.is

Ynjur, yngra lið Skautafélags Akureyrar, eru Íslandsmeistarar í íshokkí kvenna eftir 4-1 sigur á eldra liði SA, Ásynjum, í Skautahöll Akureyrar í kvöld.

Sunna Björgvinsdóttir kom Ynjum yfir snemma leiks og næsta mark leiksins var ekki skorað fyrr en seint í öðrum leikhluta þegar Alda Arnarsdóttir jafnaði fyrir Ásynjur.

Silvía Rán Björgvinsdóttir kom Ynjum aftur yfir og Hilma Bergsdóttir fór langt með að klára leikinn fyrir Ynjur tólf mínútum fyrir leikslok. Sunna gulltryggði sigurinn svo með öðru marki sínu fimm mínútum fyrir lokaflautið.

Ynjur eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti en reynsluboltarnir í Ásynjum enduðu í efsta sæti deildarkeppninnar og eru því deildarmeistarar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó