Sæplast fær styrk til að ljúka þróun nýrrar gerðar fiskikera

Nýju tvíburakerin sem nú eru í þróun eru tilbrigði við 460 fiskikerin sem hafa verið meðal vinsælustu keranna frá Sæplasti.

Nýju tvíburakerin sem nú eru í þróun eru tilbrigði við 460 fiskikerin sem hafa verið meðal vinsælustu keranna frá Sæplasti.

Sæplast hefur fengið vilyrði fyrir 35 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Styrkurinn er til þess að halda áfram þróun nýrrar gerðar fiskikera sem munu lækka flutningskostnað og fara betur með hráefni en eldri ker.

Kerin, sem eru svokölluð tvíburaker, hafa verið í þróun hjá fyrirtækinu og samstarfsaðilum undanfarin tvö ár. Kerin miða að því að tvö og tvö ker geti staflast ofan í hvort annað og minnkað þ að pláss sem þau taka þegar þau eru flutt tóm. Einnig er reiknað með því að einhverjar útgáfur keranna verði grynnri en hefðbundin 460 lítra ker sem þýðir að minna farg verður á hráefnum sem liggja neðst í kerunum.

Björn Margeirsson rannsóknastjóri Sæplast  segist binda miklar vonir við að styrkurinn auðveldi þeim að ljúka þróun kers sem verði einstakt á heimsvísu og muni styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar.

Sambíó

UMMÆLI