Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir KlöruMargrét Kjartansdóttir

Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir Klöru

Margrét Kjartansdóttir, ellefu ára stelpa frá Reykjavík, hljóp í gær tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og styrkti góðgerðarfélagið Áfram Klara. Áfram Klara er góðgerðarfélag stofnað fyrir Klöru litlu sem lenti í alvarlegu hoppukastalaslysi á Akureyri sumarið 2021. 

Margrét þekkir ekki Klöru en safnaði þó nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana.

„Hún er svo flott og það er leiðinlegt hvað gerðist,“ sagði Margrét eftir hlaupið í viðtali við Stöð 2 en viðtalið í heild má nálgast með því að smella hér.

Góðgerðarfélagið Áfram Klara er stofnað af frænkum Klöru sem fundu leið til að styðja við fjölskylduna með því að stunda hreyfingu og útivist með móður Klöru. Samtals söfnuðust hátt í fjórar milljónir króna til styrktar Klöru í Reykjavíkurmaraþoninu.

Styrktarreikningur Klöru:

Kennitala 470722-0450
Banki 0133-26-006773

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó