Safnar fyrir draumaferðinni til Nýja Sjálands

Rúnari dreymir um að ferðast til Nýja Sjálands þar sem Lord of the Rings kvikmyndirnar voru teknar upp.

Rúnari dreymir um að ferðast til Nýja Sjálands þar sem Lord of the Rings kvikmyndirnar voru teknar upp.

Rúnar Þór Njálsson er 25 ára íbúi á Blönduósi. Rúnar fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og er með CP fjórlömun sem gerir það að verkum að hann er bundinn við hjólastól. Nýlega fór Rúnar af stað með söfnun á netinu til þess að láta draum sinn að ferðast til Nýja Sjálands verða að veruleika. Rúnar er mikill aðdáandi Hringadróttinssögu og segir sinn stærsta draum vera að ferðast til Nýja Sjálands og fara í sérstakan 14 daga skoðunartúr þar.

,,Að vera fatlaður og bundinn í hjólastól er mjög erfitt, þú getur ekki gert margt sem þú vilt gera og á hverjum degi horfiru upp á fólk fara og geri hluti sem þú vildir óska að þú gætir gert. En þá er enn mikilvægara að gefast ekki upp og gera allt sem í þínu valdi stendur til að láta þína drauma rætast, og það er ég einmitt að reyna nú,“ segir Rúnar.

 ,,Mér finnst frekar erfitt að finna réttu orðin til að lýsa hversu mikið Lord of the Rings, Hobbit og bara þessi ævintýraheimur í heild, er mér mikils virði. Það líður ekki dagur þar sem ég geri ekki eitthvað tengt þessu og ef ég á slæman dag get ég alltaf gleymt mér í þessum heimi og gleymt fötlun minni og vandræðum þó það sé ekki nema í smástund.“

Rúnar bjó til styrktarsíðu þar sem hægt er að lesa meira um mál hans og styrkja hann.

Rúnar segist vera mikill Lord of the Rings nördi

Rúnar segist vera mikill Lord of the Rings nördi

 

 

UMMÆLI

Sambíó