Sagan á bak við gripina

Sagan á bak við gripina

Rétt rúmlega ár er nú liðið frá því að fimm hlaðvarpsþættir af Leyndardómum Hlíðarfjalls fóru í loftið. Í þáttunum er athyglinni beint að dvöl setuliðsmanna í Hlíðarfjalli á hernámsárunum og æfingbúðum sem þeir settu upp þar. Þessa dagana leggur Sagnalist, í samstarfi við Grenndargralið, lokahönd á fjóra framhaldsþætti sem fara í loftið næstkomandi föstudag.

Þættirnir eru að miklu leyti byggðir á frásögnum af leiðöngrum Varðveislumanna minjanna í Hlíðarfjall undanfarin ár og stríðsminjum sem þar hafa fundist. Í nýju þáttunum er reynt að varpa frekara ljósi á minjarnar, uppruna þeirra og notagildi. Hver og einn gripur hefur sögu að segja.

Með því að smella hér má sjá sýnishorn af þeim stríðsminjum sem VM hafa fundið í Hlíðarfjalli undir nýrómantískum tónum bresku sveitarinnar Duran Duran.

Sambíó

UMMÆLI