Salka Sól: Mun örugglega búa á Akureyri einn daginn

Salka Sol Eyfeld

Salka Sól

Salka Sól Eyfeld hefur í ýmsu að snúast þessa dagana og meðal þess sem er á döfinni hjá henni eru tónleikar með hljómsveit hennar AmabAdamA ásamt Sinfoníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Salka var í viðtali við Akureyri vikublað í síðustu viku og ræddi meðal annars um tónleikana.

Tónleikarnir verða haldnir í byrjun febrúar og segir Salka í viðtalinu að þetta sé eitt það áhugaverðasta sem hljómsveitin hafi tekið að sér. Það sé ekki vanalegt að reggíhljómsveit og sinfoníuhljómsveit spili saman en útkoman sé í raun betri útgáfa af öllum lögum sveitarinnar. Hún segir þetta mikinn heiður fyrir þau. Söngvarar hljómsveitarinnar eru þau Salka, Steinunn Jónsdóttir og Gnúsi Yones en þau munu dvelja mikið á Akureyri fram að tónleikum vegna undirbúnings.

Salka Sól á ættir að rekja til Akureyrar en faðir hennar, Hjálmar Hjálmarsson leikari, er Dalvíkingur og föðurfjölskylda hennar bjó á Akureyri þegar hún var barn svo hún segir í viðtalinu að hún hafi mikla tengingu við Akureyri. Tengdafjölskylda Sölku býr á Akureyri og segir Salka að henni líði vel á Akureyri, ,,Mér finnst alltaf jafn frábært að koma til Akureyrar og líður þá eins og ég sé komin til útlanda; fyllist af friði að innan og líður vel. Ég mun örugglega enda á að búa á Akureyri einn daginn. Kannski í ellinni.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó