Samfélagsmiðlastjarnan Dagbjört Rúriks flytur til Akureyrar: „Auðvelt að láta sér líða vel í svona sjarmerandi bæ”

Samfélagsmiðlastjarnan Dagbjört Rúriks flytur til Akureyrar: „Auðvelt að láta sér líða vel í svona sjarmerandi bæ”

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan Dagbjört Rúriksdóttir er flutt til Akureyrar og mun eyða vetrinum í bænum. Dagbjört segist vera að elta ástina til Akureyrar en kærasti hennar Gísli Máni Rósuson er búsettur á Akureyri. Gísli hefur einnig getið sér gott orð á samfélagsmiðlum á Íslandi en hann er meðlimur í Miðjunni.

Dagbjört segist vera spennt fyrir vetrinum á Akureyri í samtali við Kaffið.is. Hún er mætt í bæinn og segir að allt líti vel út.

„Það er auðvelt láta sér líða vel í svona sjarmerandi bæ eins og Akureyri er. Hér mun ég halda áfram að vinna í söngnum og tónlistinni sem ég er að semja ásamt því að vinna fullt starf sem lítur mjög vel út,” segir Dagbjört í samtali við Kaffið.

Dagbjört er hluti af stúlknabandinu Zinnia sem sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag, Gemmér. Áhugasamir geta hlustað á viðtal Völu Eiríks á FM957 við stelpurnar í Zinnia í spilaranum hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó