Samfylkingin boðar 50 aðgerðir í loftslagsmálum

Samfylkingin boðar 50 aðgerðir í loftslagsmálum

Samfylkingin opnaði í dag nýja síðu þar sem flokkurinn leggur til 50 aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar. Samfylkingin tekur undir kröfur loftslagsverkfallsins, sem hefur komið saman alla föstudaga á Austurvelli í meira en þrjú ár, og leggur til að Ísland lýsi yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar.

„Grípa þarf til aðgerða í samræmi við það og ekki hægt að bíða í heilt kjörtímabil í viðbót eftir raunverulegum árangri í baráttunni við loftslagsvánna,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

„Aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar felur í sér skýrari aðgerðir en nokkur annar flokkur boðar fyrir kosningarnar 25. september, þar sem loftslagsmálin verða mikið hitamál. Samfylkingin birtir þessar aðgerðir sem grundvöll umræðu, frekar en að umræða um loftslagsmál snúist um almennar yfirlýsingar og óútfærðar aðgerðir. Samfylkingin ætlar að hefja kraftmikla sókn í loftslagsmálum, sókn sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax,“ segir í tilkynningunni.


Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Finna má fleiri greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó