Færeyjar 2024

Samgönguáskoranir í samgönguviku

Samgönguáskoranir í samgönguviku

Framlag Vistorku og Orkuseturs til Evrópsku samgönguvikunnar er áskorun til bæjarbúa að nýta þær fjölbreyttu leiðir sem eru til staðar til að draga úr bílaumferð og um leið útblæstri. Á seinustu dögum hefur Vistorka birt myndbönd með samgönguáskorunum og búast má við fleiri myndböndum og áskorunum á næstu dögum. „Betra að gera eitthvað af þessu en ekkert og best að nota bílinn sem minnst,“ segir á Facebooksíðu Vistorku.

Samgönguvikan hófst 16. september á Degi íslenskrar náttúru og lýkur á bíllausa deginum 22. september. Akureyrarbær tekur þátt í samgönguvikunni og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta.

Sjá einnig: Akureyri tekur þátt í samgönguvikunni

Vistorka og Orkusetur hafa birt tvö myndbönd með samgönguáskorunum. Í myndböndunum fara Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, og Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, yfir áskorun dagsins og kosti þess að breyta ferðavenjum.

Mánudagur – Ganga

Fyrsta samgönguáskorunin er ganga og skora Vistorka og Orkusetur alla til að ganga í dag, mánudag. Ganga er frábær og vannýttur ferðamáti sem nýtist með tvöföldum hætti; til að koma sér á milli staða og um leið ná lágmarks lýðheilsumarkmiðum.

Taktu skrefin

Þriðjudagur – Almenningssamgöngur

Samgönguáskorun númer snýst um að nota almenningssamgöngur. Vistorka og Orkusetur skora á alla að prufa strætó á morgun, þriðjudag. „Almenningssamgöngur eru mikilvægur liður í breyttum ferðavenjum þar sem verulega er hægt að draga úr umferð ef fleiri nýta þennan kost. Allir í strætó!“ segir á Facebooksíðu Vistorku.

Allir í strætó
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó