Samið við ÁK Smíði ehf um framkvæmdir við Listasafnið

Frá undirritun samningsins. Mynd: akureyri.is

Undirritaður hefur verið verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og ÁK Smíði ehf um endurbætur á Listasafni Akureyrar. Heildarupphæð verksamningsins er kr. 413.081.324. Framkvæmdir hófust strax að lokinni samningagerð og skal þeim lokið 1. júní 2018.

Í dag er Listasafnið á Akureyri rekið í hluta gamla húsnæðis Mjólkursamlags KEA sem er á fimm hæðum og um 2.200 m² að stærð. Lengi hefur staðið til að taka aðrar hæðir hússins undir starfsemi Listasafnsins en þær hafa verið í lítilli notkun vegna ástands húsnæðisins, þar sem stór hluti þess er upprunalegur. Það uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir, heilbrigðismál og aðgengismál og þarf m.a. að endurnýja allar vatns- og raflagnir og loftræstikerfi.

UMMÆLI