Prenthaus

Samstöðufundur nemenda í MA og VMA með þolendum kynferðisofbeldisMynd: Hilmar Friðjónsson

Samstöðufundur nemenda í MA og VMA með þolendum kynferðisofbeldis

Skólafélög nemenda í MA og VMA héldu samstöðufund í Lystigarðinum í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis samstöðu. Mörg hundruð nemendur gengu út úr kennslu um klukkan 11 og mættu í Lystigarðinn þar sem flutt voru ávörp og tónlistaratriði.

Framhaldsskólanemendur víða um land gengu út úr kennslustund í morgun. Nemendur krefjast þess að skólar tryggi það að þolendur þurfi ekki að umgangast gerendur sína í skólanum.

„Svona mál hafa komið upp allsstaðar og við viljum bara sýna fram á að það þarf stórar og bættar aðgerðir, það þarf betri menningu innan menntaskóla og það þarf sameiginlegar aðgerðir og reglur sem að allir skólar geta fylgt,“ sagði Þorsteinn Jakob varaformaður Hugins, skólafélags MA í viðtali í hádegisfréttum RÚV 

„Við viljum að skólastjórnendur og ríkið búi til skýra og sýnilega stefnu hvað varðar kynferðisbrotamál. Þannig að það sé hægt að díla við þessi mál á réttan máta,“ sagði Rakel Eir Erlingsdóttir formaður FemMA, femínistafélags Menntaskólans á Akureyri, í kvöldfréttum RÚV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó