NTC

Samtímadansverkið „Hér á ég heima“ frumsýnt í Hofi 26. apríl

Samtímadansverkið „Hér á ég heima“ frumsýnt í Hofi 26. apríl

Þann 26. apríl næstkomandi verður þverfaglega samtímadansverkið „Hér á ég heima“ frumsýnt í svarta kassanum í menningarhúsinu Hofi. Höfundur verksins og flytjandi er dansarinn og danshöfundurinn Yuliana Palacios.

Verkið fjallar um áskoranir þess að festa rætur í nýju umhverfi og er óður til innflytjendasamfélagsins á Íslandi. Höfundur segir verkið einnig innihalda ádeilu á það kerfi sem nýir Íslendingar búa við undir ægivaldi Útlendingastofnunar. Yuliana hefur verið búsett á Íslandi síðan 2016 og þekkir vel þá erfiðleika sem stundum felast í flóknu aðlögunarferli á framandi stað. Frá því Yuliana settist að á Íslandi hefur hún unnið ötullega að eiginverkum, oft í samstarfi við aðra dansara og danshöfunda en einnig tónlistar- og myndlistarfólk.

Í dansverkinu er stuðst við ríkulega hljóðmynd auk íburðamikils vídeóverks sem gerir „Hér á ég heima“ að sannkallaðri upplifun fyrir sjón og heyrn. Um búninga sjá tískúhúsið Rocinante í Oaxaca í Mexíkó, Fözz Stúdíó í Reykjavík og Ásta Guðmundsdóttir. Jón Haukur Unnarsson semur tónlist og gerir hljóðmynd en myndbandshluti verksins er eftir Yuliönu og Elvar Örn Egilsson. Verkefnið er stutt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Verðandi.

Miða á viðburðinn og frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar eða með því að smella hér. Einnig er hægt að skoða Facebook viðburð fyrir sýninguna mep því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI