Sandra María best hjá Þór/KA

Sandra María best hjá Þór/KA

Lokahóf meistaraflokks Þórs/KA fór fram síðastliðinn laugardag, en lokaleikur liðsins var á útivelli gegn FH síðdegis á föstudag.

Sandra María Jessen var kjörin besti leikmaðurinn á lokahófinu, Amalía Árnadóttir var valin efnilegust og Tahnai Annis verðlaunuð sem leikmaður leikmannanna, liðsfélaginn. Stjórn Þórs/KA veitir árlega Kollubikarinn í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur og í ár var það Agnes Birta Stefánsdóttir sem fékk Kollubikarinn.

Nánar er fjallað um lokahófið á vef Þór/KA.

Mynd: Skapti Hallgrímsson

UMMÆLI