Sandra María framlengir við Þór/KA

Sandra María Jessen og Nói Björnsson handsala samninginn. Mynd og frétt: Thorsport.is

Sandra María Jessen og Nói Björnsson handsala samninginn.
Mynd og frétt: Thorsport.is


Sandra María Jessen skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Þór/KA til eins árs. 

Samningurinn gerir Söndru kleift að einbeita sér betur að íþróttinni og þar með að tryggja sér sæti í EM liði Íslands. Sandra fór í nóvember á reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolbotn og kom með mjög spennandi samning í farteskinu en ákvað samt sem áður að semja við Þór/KA.

Við sama tilefni var Andri Hjörvar Albertsson ráðinn í þjálfarateymi Þór/KA og mun hann því starfa við hlið Halldórs Jóns Sigurðssonar, þjálfara liðsins næstu þrjú árin.

Andri Hjörvar og Nói Björnsson handsala samninginn

Andri Hjörvar og Nói Björnsson handsala samninginn

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó